12.4.2008 | 12:24
Eru þetta glæpamenn?
Ég hvet fólk eindregið með að horfa á þetta úr fréttum Stöðvar 2 í gær:
Þarna á lögreglan að grípa inní og kæra þessa menn. Þeir höfðu lofað að beita engum aðgerðum í gær, en samt þurftu þeir svona aðeins að "minna á sig".
Ef að þeir loka fleiri götum, þá á lögreglan að beita aðgerðum, ekki spurning. Mér þætti gaman að sjá viðbrögð vöruflutningabílstjóra ef almenningur lokaði fyrir þá á leið sinni útá land svo klukkutímum skipti.
Ég hvet lögregluna til aðgerða ef til stopps kemur. Það hefur sýnt sig að þessum mönnum er nákvæmlega sama um aðra, og lygar eru ekki góður leikur í samningaviðræðum!
Bílstjórar ræða um „stórt stopp“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru náttúrulega bara óvitar, þannig að það er erfitt að tala þá til. Það væri sennilega réttast að einhver myndi rassskella þá á berann bossann. Það vita það allir sem eitthvað vit hafa í kollinum að breytingar fást ekki með ólöglegum aðgerðum.
Krummi, 12.4.2008 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.