Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Verðlagning

Jæja þá er þessi margumræddi sími kominn á markaðinn.  Verð útúr búð í USA er $499-$599.  Sennilega verður hægt að fá hann á eBay fljótlega (ef ekki nú þegar) á mun minna verði (jafnvel þótt hann sé læstur).

Á okurlandi okkar Íslandi kemur þessi sími til með að kosta 70 til 90 þúsund krónur.  Það er ekki slæm álagning.

Við skulum gefa okkur eftirfarandi til þess að reikna út verð símans hingað kominn í búð Apple.

  • Verð $250 (ég geri ráð fyrir að Apple leggi allavega 100% á vöruna úti ($250 x 100% = $500))
  • Flutningur til Íslands kr. 2000 (í raun er verðið sennilega mun minna en þetta, en þetta er meðaljóninn að borga sennilega)
  • Tollur er 0% á GSM símum ef ég man rétt
  • VSK er 24,5%
  • Samtals hingað komið uppá vegg í Apple búðinni á Íslandi kr. 21786

Já það er gaman að búa á Íslandi.


mbl.is iPhone nýtist enn ekki á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband