14.8.2007 | 17:50
um að gera að finna upp hjólið aftur
Þeir sem hafa ekið um USA og/eða Kanada, og fleiri löndum vita hvað verið að er að tala um í þessari frétt.
Það sem mér finnst skrýtið er að það á að fara að blæða í rannsóknir o.s.frv. á einhverju sem er að ganga mjög vel erlendis.
En svona er að búa í landi þar sem að sandur af seðlum er til....sérstaklega hjá vegagerðinni.
Rannsókn gerð á vegrifflum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þó svo þetta virki í USA, Kanada og fleiri löndum, þá er ekki sjálfgefið að það virki hérna. Þess vegna er sjálfsagt að skoða fleiri útfærslur á þessu, bera þær saman við veðurfarslega þætti og aðrar aðstæður og taka síðan ígrundaða ákvörðun um hvaða lausn þyki vænlegust. Það sparar ansi oft pening.
Síðan þarf að prófa þetta og sjá hvernig það kemur út, hvort það fyllist af snjó og klaka og missi þannig áhrifamáttinn að hluta eða nánast öllu leyti. Einnig geta myndast rifflur í snjó í vegköntum sem gera þá hrjúfa og draga þannig úr virkni rifflanna, þar sem hristingur er kannski viðvarandi.
Það er því sjálfsagt mál að gera athuganir fyrst og prófa svo á vel völdum vegköflum.
Maldí Móinnsson (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 18:28
það náttúrulega snjóar bara á Íslandi ekki satt?
Hugsanir, 14.8.2007 kl. 18:52
Nei, það snjóar útum allar jarðir, enda hafa verið prófaðar margar mismunandi útfærslur af svona rifflum. Er þá eitthvað galið við það að skoða hvaða útfærslur hafa verið að virka vel og prófa það svo hér? Ef það svo virkar, þá var ekki verið að henda peningnum sem fór í tilraunafræsingarnar. Þær rifflur hverfa ekki bara, er það nokkuð?
Einhverjum hefði fundist gott að Vegagerðin sé með viðleitni í því að hafa þetta sem best og hafa einhver rök á bak við verkin, annað en að það snjói annars staðar í heiminum.
Maldí Móinnsson (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 19:23
Ég er sammála ykkur báðum :-)
Stundum finnist manni sem full lítið er verið að notfæra sér vitneskju erlendis frá, og farið í tilraunir hér, að manni sýnist nánast frá grunni. Þá eru fullt af lausnum varðandi umferðaröryggi í útlöndum sem menn slá út af borðinu sem óraunhæfa á Íslandi, og manni finnst þessi val vera illa ígrunduð, til dæmis varðandi lausnir fyrir gangandi og hjólandi. En það getur líka verið vegna þess að fjölmiðlar fælast frá því að fjalla af dýpt um málefni, og gefa skakka mynd af hvernig þetta sé í raun.
En, betur sjá augu en auga, og það getur nú verið að eitthvað komi í ljós. Málið er kannski að fara að þessu með skipulögum hætti og ekki láta þetta dragast út. Eitt sem sennilega vantar að athuga og sem mér var bent á af öðrum hjólreiðamanni, er hvernig áhrif þetta hefur á hjólreiðamenn, sérstaklega ef mið er tekið af hversu mjóir kantarnir eru hér. Margir hjóla úti í kanti, og ef einhver heldur að enginn hjólar þá kemur annað á daginn ef maður ekur hringinn um hásumar.
Kannski þyrfti að athuga að hafa þessar rifflur mjórra en það sem sést á myndinni í fréttinni ?
Annars getur vel verið að vegrifflur geta hjálpað hjólreiðamenn sem eru úti í kanti, ef kanturinn er nógu breiður . Hjólreiðamaður lenti nýlega mjög illa í því þegar ökumaður sofnaði undir stýri á sunnudagsmorgni á Vesturlandsvegi í Reykjavík. Þetta hefði farið mjög illa ef hann hefði ekki komist snöggt á skurðborði.
- Morten
Landssamtök hjólreiðamanna, 15.8.2007 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.