Að byggja upp blogg

Þar sem ég er nýr í blogg heimunum....tja allavega hef komið og farið eins og pestin, þá velti ég nú vöngum yfir hvernig ég eygi að byggja upp bloggið.  Hvað ég á að skrifa um, pælingar, skoðanir og þess háttar.  Á ég að nota þetta sem dagbók eins og margir gera (vaknaði í morgun, korteri of seint, fékk mér ristað brauð, fór í vinnuna, kom heim, eldaði, tv time, krakkatími, kvöld kaffi og svo loks svefn) eða á maður að nota þetta fyrir sem vettvangur fyrir skoðanir sínar (Blair er nú hættur og við tekur so and so yada yada yada).

Aðrar pælingar eru hversu oft ég á að "blogga" á ég að gera það daglega, vikulega eða oft á dag jafnvel.

Blogg vinir eru líka skrítið fyrirbæri.  Ég hef nú í neyð minni til þess að verða vinsæll reynt að bæta við "merkismönnum" blogg samfélagsins.  Stebbifr reið að vaðið með að samþykkja mig sem blogg vin.  Ég les bloggið hans oft á dag, enda kemur fyrir að mér leiðist í vinnunni.  Stebbifr er bloggari bloggarana í mínum huga.  Ég er búinn að lesa hann síðan hann kom yfir á málefnin í eld gamla daga.

Mér langar líka að bæta við "frægum" einstaklingum.  Ég reyndi að bæta við Pálma Gunnars, en það er víst ekki hægt :( sömu sögu er að segja um Bjarna Harðar hinn nýja kjaftfora alþingismann frammaranna.  JAX er líka með þetta lokað hjá sér.  Í panici bætti ég við nokkrum no-name bloggurum...sem vonandi samþykkja þetta áður en þeir lesa hvað ég sagði um þá Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband